Verkefni flutt frá dómsmálaráðuneyti til sýslumanna 26. september 2006 14:06 Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um flutning verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta. Í minnisblaði með frumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé liður í áformum um að efla og styrkja sýslumannsembætti utan höfuðborgarsvæðisins með flutningi verkefna og starfa frá ráðuneytum og stofnunum til embættanna og jafnframt að flýta fyrir afgreiðslu mála. Lagt er til að fjölmörg verkefni verði flutt til sýslumanna. Þau eru sjóðir og skipulagsskrár, allsherjarskrá um kaupmála, leyfi til að reka útfararþjónustu, málefni bótanefndar, leyfi til að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni, leyfi til ættleiðingar, löggilding dómtúlka og skjalaþýðenda og löggilding fasteignasala, happdrættisleyfi og eftirlit og útgáfa Lögbirtingarblaðs. Ráðuneytið mun eftir sem áður fara með yfirstjórn málaflokkanna. Í frumvarpinu er almennt lagt til, vegna smæðar sumra sýslumannsembætta og takmarkaðs málafjölda í sumum málaflokkum, að dóms- og kirkjumálaráðherra geti falið einum sýslumanni að annast tiltekinn málaflokk. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir veigamikilli breytingu varðandi úrræði aðila máls til að fá stjórnvaldsákvörðun endurskoðaða. Ákvarðanir sýslumanna í þeim málum sem frumvarpið gerir ráð fyrir að þeim verði falin verða kæranlegar til dómsmálaráðuneytisins. Er þetta fyrirkomulag um tvö stjórnsýslustig í samræmi við þau meginviðhorf í stjórnsýslurétti að aðili stjórnsýslumáls geti fengið stjórnvaldsákvörðun endurskoðaða hjá öðru stjórnvaldi en því sem ákvörðunina tók. Eðli máls samkvæmt sæta þau mál sem ráðuneytið tekur nú ákvarðanir í ekki endurskoðun annars stjórnvalds. Flutningur verkefna til sýslumanna og kæruheimild til ráðuneytisins stuðlar þannig að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni," segir að endingu í minnisblaðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um flutning verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta. Í minnisblaði með frumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé liður í áformum um að efla og styrkja sýslumannsembætti utan höfuðborgarsvæðisins með flutningi verkefna og starfa frá ráðuneytum og stofnunum til embættanna og jafnframt að flýta fyrir afgreiðslu mála. Lagt er til að fjölmörg verkefni verði flutt til sýslumanna. Þau eru sjóðir og skipulagsskrár, allsherjarskrá um kaupmála, leyfi til að reka útfararþjónustu, málefni bótanefndar, leyfi til að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni, leyfi til ættleiðingar, löggilding dómtúlka og skjalaþýðenda og löggilding fasteignasala, happdrættisleyfi og eftirlit og útgáfa Lögbirtingarblaðs. Ráðuneytið mun eftir sem áður fara með yfirstjórn málaflokkanna. Í frumvarpinu er almennt lagt til, vegna smæðar sumra sýslumannsembætta og takmarkaðs málafjölda í sumum málaflokkum, að dóms- og kirkjumálaráðherra geti falið einum sýslumanni að annast tiltekinn málaflokk. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir veigamikilli breytingu varðandi úrræði aðila máls til að fá stjórnvaldsákvörðun endurskoðaða. Ákvarðanir sýslumanna í þeim málum sem frumvarpið gerir ráð fyrir að þeim verði falin verða kæranlegar til dómsmálaráðuneytisins. Er þetta fyrirkomulag um tvö stjórnsýslustig í samræmi við þau meginviðhorf í stjórnsýslurétti að aðili stjórnsýslumáls geti fengið stjórnvaldsákvörðun endurskoðaða hjá öðru stjórnvaldi en því sem ákvörðunina tók. Eðli máls samkvæmt sæta þau mál sem ráðuneytið tekur nú ákvarðanir í ekki endurskoðun annars stjórnvalds. Flutningur verkefna til sýslumanna og kæruheimild til ráðuneytisins stuðlar þannig að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni," segir að endingu í minnisblaðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira