Vissir þú þetta? 10. október 2006 20:50 1. Sú saga gengur um bæjinn að enginn annar Erlend Øye muni þeyta skífum sem leynigestur á Airwaves barnum á Pravda. Erlend á að baki feril með Kings of Convenience, Röyksopp og gerði garðinn frægan með mixdisknum DJ Kicks þar sem hann syngur yfir og setur saman af mikilli snilld lög á borð "There Is a Light That Never Goes Out" með The Smiths, "Always on My Mind" með Peth Shop Boys, "It's a Fine Day" (made famous by Opus III), Cornelius og hans eigin lög. Erlend kemur fram á hátíðinni með hljómsveit sinni The Whitest Boy Alive á Gauknum, fimmtudagskvöldið 19. október. http://en.wikipedia.org/wiki/Erlend_Oye 2. Ghostigital verða fyrstu listamennirnir í sögu Airwaves hátíðarinnar til að sjá um eigið kvöld á hátíðinni. Ghostigital hafa boðið hingað til lands samstarfsmönnum og listamönnum sem gefa út hjá sömu útgáfu og þeir í Bandaríkjunum, Ipecac Records, þeim Dälek og Otto von Schirach. Auk þeirra koma fram Steintryggur, Hestbak, Biogen og Stilluppsteypa, sem eru að koma fram á Airwaves í fyrsta sinn. 3. Hinn bandaríski Levi Connar, sem kemur fram á Airwaves hátíðinni undir nafninu Leave Calmer á Iðnó Laugardagskvöldið 21. október 01:30, spilaði eitt sinn á trommur í hljómsveitinni Arcade Fire. Kauði ætlar að spila aukatónleika á Kaffi Hljómalind föstudagskvöldið 20. október klukkan 22:00. 4. múm munu spila sem plötusnúðar á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves sem hluti af 'off-venue' prógrami hátíðarinnar sem fer fram á börum, kafihúsum og plötuverslunum í miðborginni alla Airwaves helgina. 5. Hægt er að ná sér í fullt af tónlist á www.icelandairwaves.com. Með því að smella á 'Artists' og heimsækja 'prófíla' hjá þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni má hlusta, og í mörgum tilfellum niðurhala, tónlist frá hinum ýmsu listamönnum. Síðan inniheldur síðan heilan helling af upplýsingum, m.a. dagskrá hátíðarinnar í ár eins og hún leggur sig. 6. Bent og Spaceman eru nýjustu viðbæturnar við opunarkvöld hátíðarinnar á NASA sem kennt er við hip hop klúbbinn Kronik. Margir stórlaxarnir hafa spilað undir merkjum Kronik á Airwaves í gegnum tíðina og má þar nefna J-Live (2002), Killa Kela (2003), Non Phixion (2004) og The Mitchell Brothers í fyrra. Kronik kvöldið í ár verður hins vegar með fjölbreyttara hætti því indí poppsveitin Fræ treður þar upp ásamt r&b/fönk dúóinu Kenya Nemor og hip hop hetjunum í Forgotten Lores sem enda kvöldið. Jagúar hafa hins vegar afboðað fyrirhugaða tónleika sína á kvöldinu vegna þess að trommari sveitarinnar verður staddur í Kína. Þeim þykir miður að geta ekki komið fram á hátíðinni í ár. 7. Víða um borg er verið að blogga um Airwaves 2006. Hér má t.d. finna svokallað tónlistarblogg þar sem boðið er upp á niðurhal frá ýmsum listamönnum sem koma fram á hátíðinni; http://breidholt.blogspot.com/ Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
1. Sú saga gengur um bæjinn að enginn annar Erlend Øye muni þeyta skífum sem leynigestur á Airwaves barnum á Pravda. Erlend á að baki feril með Kings of Convenience, Röyksopp og gerði garðinn frægan með mixdisknum DJ Kicks þar sem hann syngur yfir og setur saman af mikilli snilld lög á borð "There Is a Light That Never Goes Out" með The Smiths, "Always on My Mind" með Peth Shop Boys, "It's a Fine Day" (made famous by Opus III), Cornelius og hans eigin lög. Erlend kemur fram á hátíðinni með hljómsveit sinni The Whitest Boy Alive á Gauknum, fimmtudagskvöldið 19. október. http://en.wikipedia.org/wiki/Erlend_Oye 2. Ghostigital verða fyrstu listamennirnir í sögu Airwaves hátíðarinnar til að sjá um eigið kvöld á hátíðinni. Ghostigital hafa boðið hingað til lands samstarfsmönnum og listamönnum sem gefa út hjá sömu útgáfu og þeir í Bandaríkjunum, Ipecac Records, þeim Dälek og Otto von Schirach. Auk þeirra koma fram Steintryggur, Hestbak, Biogen og Stilluppsteypa, sem eru að koma fram á Airwaves í fyrsta sinn. 3. Hinn bandaríski Levi Connar, sem kemur fram á Airwaves hátíðinni undir nafninu Leave Calmer á Iðnó Laugardagskvöldið 21. október 01:30, spilaði eitt sinn á trommur í hljómsveitinni Arcade Fire. Kauði ætlar að spila aukatónleika á Kaffi Hljómalind föstudagskvöldið 20. október klukkan 22:00. 4. múm munu spila sem plötusnúðar á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves sem hluti af 'off-venue' prógrami hátíðarinnar sem fer fram á börum, kafihúsum og plötuverslunum í miðborginni alla Airwaves helgina. 5. Hægt er að ná sér í fullt af tónlist á www.icelandairwaves.com. Með því að smella á 'Artists' og heimsækja 'prófíla' hjá þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni má hlusta, og í mörgum tilfellum niðurhala, tónlist frá hinum ýmsu listamönnum. Síðan inniheldur síðan heilan helling af upplýsingum, m.a. dagskrá hátíðarinnar í ár eins og hún leggur sig. 6. Bent og Spaceman eru nýjustu viðbæturnar við opunarkvöld hátíðarinnar á NASA sem kennt er við hip hop klúbbinn Kronik. Margir stórlaxarnir hafa spilað undir merkjum Kronik á Airwaves í gegnum tíðina og má þar nefna J-Live (2002), Killa Kela (2003), Non Phixion (2004) og The Mitchell Brothers í fyrra. Kronik kvöldið í ár verður hins vegar með fjölbreyttara hætti því indí poppsveitin Fræ treður þar upp ásamt r&b/fönk dúóinu Kenya Nemor og hip hop hetjunum í Forgotten Lores sem enda kvöldið. Jagúar hafa hins vegar afboðað fyrirhugaða tónleika sína á kvöldinu vegna þess að trommari sveitarinnar verður staddur í Kína. Þeim þykir miður að geta ekki komið fram á hátíðinni í ár. 7. Víða um borg er verið að blogga um Airwaves 2006. Hér má t.d. finna svokallað tónlistarblogg þar sem boðið er upp á niðurhal frá ýmsum listamönnum sem koma fram á hátíðinni; http://breidholt.blogspot.com/
Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira