Alfreð Gíslason, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, hefur nú fengið fjórða íslendinginn í raðir sínar eftir að hann gekk frá lánssamningi á Fylkismanninum sterka Gunnlaugi Arnarssyni.
Guðlaugur er mjög sterkur varnarmaður og verður hann sem lánsmaður hjá þýska liðinu fram að áramótum. Sverre Jacobsson er sem kunnugt er meiddur hjá Gummersbach og verður það því hlutverk Guðlaugs að fylla skarð hans í vörninni. sem Þorsteinn Gunnarsson greinir frá þessu í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 19:20 í kvöld.