
Sport
Einar skoraði 6 fyrir Grosswallstadt

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Einar Hólmgeirsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með sex mörk þegar liðið gerði jafntefli við Göppingen á heimavelli 27-27. Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Grosswallstadt.