Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum 27. október 2006 15:00 Þorlákshöfn MYND/Einar Elíasson Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar". Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar".
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira