Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi 27. október 2006 20:00 Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira