Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN 27. október 2006 20:45 MYND/Gunnar V. Andrésson Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira