Veik tengsl milli pólskra innflytjenda 31. október 2006 17:53 Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira