Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut 1. nóvember 2006 12:27 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri handsala samninginn í hádeginu. MYND/Pjetur Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira