Skattalækkanir draga úr aðhaldi, tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskap 2. nóvember 2006 09:00 Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar. Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum. Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist. Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta. Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir. Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006. Seðlabankinn Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar. Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum. Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist. Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta. Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir. Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006. Seðlabankinn
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira