Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar 2. nóvember 2006 11:51 Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönnum í Seðlabankanum í dag í kjölfar þess að bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 14 prósent. Davíð Oddsson segir hjöðnun verðbólgu síðustu tvo mánuði vissulega að nokkru leyti árangur aðhaldsamrar peningastefnu sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Það séu hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni sé lokið til séu óvissuþætti of miklir eins og styrking krónunnar og lækkun olíuverðs sem vel geta gengið til baka. Þá er hætta á launaskriði ekki úr sögunni og því nauðsynlegt að beita áfram ströngu peningaaðhaldi til að tryggja að enn dragi úr verðbólgu. Matarskattslækkun dregur úr aðhaldi, tefur fyrir aðlögun þjóðarbúskapsSeðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar.Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum.Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist.Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta.Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir.Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006.Seðlabankinn Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönnum í Seðlabankanum í dag í kjölfar þess að bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 14 prósent. Davíð Oddsson segir hjöðnun verðbólgu síðustu tvo mánuði vissulega að nokkru leyti árangur aðhaldsamrar peningastefnu sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Það séu hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni sé lokið til séu óvissuþætti of miklir eins og styrking krónunnar og lækkun olíuverðs sem vel geta gengið til baka. Þá er hætta á launaskriði ekki úr sögunni og því nauðsynlegt að beita áfram ströngu peningaaðhaldi til að tryggja að enn dragi úr verðbólgu. Matarskattslækkun dregur úr aðhaldi, tefur fyrir aðlögun þjóðarbúskapsSeðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar.Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum.Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist.Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta.Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir.Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006.Seðlabankinn
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira