
Enski boltinn
Drogba framlengir við Chelsea

Framherjinn sterki Didier Drogba hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea um fjögur ár og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2010. Drogba er 28 ára gamall og var keyptur til Chelsea fyrir 24 milljónir punda árið 2004. Hann hefur skorað 10 mörk í 15 leikjum á leiktíðinni.