Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun 8. nóvember 2006 13:49 MYND/Vísir Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira