Mogens S. Koch Analog / Dialog 21. nóvember 2006 10:56 Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira