Spennusagnasíðdegi 22. nóvember 2006 14:26 Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Að þessu sinni kynna þrír spennusagnahöfundar nýútkomin verk. Jökull Valsson hefur áður gefið út Börnin í Húmdölum sem fékk góðar viðtökur. Hann les nú upp úr Skuldadögum, sögu úr undirheimum eiturlyfja í Reykjavík, "bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði" eins og segir hjá útgefanda. Páll Kr. Pálsson og Árni Þórarinsson eru báðir höfundar fjölmargra bóka sem komið hafa út á undanförnum árum, eins og landslýður þekkir. Fyrir fjórum árum skrifuðu þeir svo saman bókina Í upphafi var morðið - nú senda þeir frá sér bókina Farþeginn, spennusögu um ferðalag í leigubíl sem tekur óvænta stefnu. Páll Kristinn mætir og les upp úr bókinni fyrir viðstadda. Ævar Örn Jósepsson sendir nú frá sér bókina Sá yðar sem syndlaus er - en áður hafa komið út margar spennusögur hans sem fengið hafa afbragðs viðtökur, og er skemmst að minnast Blóðbergs frá því í fyrra. Sá yðar sem syndlaus er fjallar um miðaldra karlmann sem skilur við eiginkonu sína eftir áratuga hjónaband og missir fótanna... Allir velkomnir! Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Að þessu sinni kynna þrír spennusagnahöfundar nýútkomin verk. Jökull Valsson hefur áður gefið út Börnin í Húmdölum sem fékk góðar viðtökur. Hann les nú upp úr Skuldadögum, sögu úr undirheimum eiturlyfja í Reykjavík, "bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði" eins og segir hjá útgefanda. Páll Kr. Pálsson og Árni Þórarinsson eru báðir höfundar fjölmargra bóka sem komið hafa út á undanförnum árum, eins og landslýður þekkir. Fyrir fjórum árum skrifuðu þeir svo saman bókina Í upphafi var morðið - nú senda þeir frá sér bókina Farþeginn, spennusögu um ferðalag í leigubíl sem tekur óvænta stefnu. Páll Kristinn mætir og les upp úr bókinni fyrir viðstadda. Ævar Örn Jósepsson sendir nú frá sér bókina Sá yðar sem syndlaus er - en áður hafa komið út margar spennusögur hans sem fengið hafa afbragðs viðtökur, og er skemmst að minnast Blóðbergs frá því í fyrra. Sá yðar sem syndlaus er fjallar um miðaldra karlmann sem skilur við eiginkonu sína eftir áratuga hjónaband og missir fótanna... Allir velkomnir!
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira