Alan Pardew, stjóri West Ham, segir Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez báða eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu þrátt fyrir að þeim hafi gengið illa að fóta sig hjá liðinu og bendir á að þeir hafi verið gagnrýndir full harkalega.
"Þeir eru báðir ungir að árum og það er búin að vera full mikil pressa á þeim síðan þeir komu hingað. Þeir ná vonandi að aðlagast aðstæðum hérna fljótlega, en það er ekki auðvelt fyrir tvo tvítuga pilta að koma frá Suður-Ameríku til Englands án þess að tala stakt orð í ensku og ætlast til að þeir passi inn í allt undir eins," sagði Pardew.