Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði 23. nóvember 2006 14:41 MYND/GVA Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira