HM timburmenn í Þýskalandi 23. nóvember 2006 17:30 Heimsmeistaramótið í Þýskalandi heppnaðist einstaklega vel eins og reiknað hafði verið með Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira