Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi 23. nóvember 2006 21:36 Maðurinn reyndi að komast til Danmerkur með flugi Iceland Express frá Akureyri. MYND/Kristján Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira