365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari
Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS rétt í
þessu. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en
þar áður hafði Sýn sýningarréttinn.
Ari vildi ekki gefa upp hvers virði samningurinn væri en sagði hann mjög dýran og að Sýn hefði ekki verið þetta kleift án mjög öflugra bakhjarla sem tryggja áskrifendum Sýnar aðgang að besta sjónvarpsefni í heimi.