Gummersbach mætir Ciudad í úrslitum

Gummersbach lagði Lemgo 34-33 í undanúrslitum ofurbikarsins í dag þar sem fjögur af bestu liðum Evrópu leiða saman hesta sína. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson soruðu 5 mörk hvor fyrir Gummersbach. Í hinum undanúrslitaleiknum skoraði Ólafur Stefánsson 5 mörk fyrir Ciudad Real sem lagði rússneska liðið Medwedi 37-34.