BA reynir að ná sambandi við 30 þúsund farþega vegna geislunar 30. nóvember 2006 12:30 Breska flugfélagið British Airways reynir nú að ná sambandi við þrjátíu þúsund flugfarþega eftir að leifar af geislavirka efninu sem varð fyrrverandi rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko að bana fundust um borð í vélum félagsins. Tvær vélar af gerðinni Boeing 767 hafa þegar greinst með leifar af geislavirka efninu en sérfræðingar eru um það bil að skoða þriðju vélina sem er í Moskvu, en grunur er um að leifar af efninu gætu fundist í henni. Vélarnar hafa aðallega verið í ferðum á milli Moskvu og London og styrkir þetta grunsemdir um að Rússar, sem sögðust vera uppljóstrarar um morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskyju, hafi eitrarð fyrir Litvinenko. Flugvélarnar höfðu þó farið einstaka ferðir til Barcelona, Frankfurt og Aþenu. Sérfræðingar segja geislunarhættuna í vélunum mjög lítla en engu að síður verði haft samband við alla, sem flogið hafa með vélunum að undanförnu. Hvorki er ljóst hvort um er að ræða hið sjaldgæfa polonium-210, geislavirka efnið sem fannst í líkama Litvinenkos né heldur hvernig efnið barst í flugvélarnar. Nánari upplýsingar um flugin sem um ræðir fást á vef flugfélagsins ba.com. Erlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways reynir nú að ná sambandi við þrjátíu þúsund flugfarþega eftir að leifar af geislavirka efninu sem varð fyrrverandi rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko að bana fundust um borð í vélum félagsins. Tvær vélar af gerðinni Boeing 767 hafa þegar greinst með leifar af geislavirka efninu en sérfræðingar eru um það bil að skoða þriðju vélina sem er í Moskvu, en grunur er um að leifar af efninu gætu fundist í henni. Vélarnar hafa aðallega verið í ferðum á milli Moskvu og London og styrkir þetta grunsemdir um að Rússar, sem sögðust vera uppljóstrarar um morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskyju, hafi eitrarð fyrir Litvinenko. Flugvélarnar höfðu þó farið einstaka ferðir til Barcelona, Frankfurt og Aþenu. Sérfræðingar segja geislunarhættuna í vélunum mjög lítla en engu að síður verði haft samband við alla, sem flogið hafa með vélunum að undanförnu. Hvorki er ljóst hvort um er að ræða hið sjaldgæfa polonium-210, geislavirka efnið sem fannst í líkama Litvinenkos né heldur hvernig efnið barst í flugvélarnar. Nánari upplýsingar um flugin sem um ræðir fást á vef flugfélagsins ba.com.
Erlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira