Það er vont, en það venst 7. desember 2006 12:03 Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri varðandi áframhaldandi óvissu um málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins ohf, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir biðina eftir niðurstöðu orðna langa en einn mánuður til viðbótar sé ekki stór keppur í þessari sláturtíð. Samfylkingin leggst gegn því að Ríkisútvarpið verði að hlutafélagi en á blaðamannafundi sem þingflokkinn stóð fyrir í morgun komu fram hugmyndir að breytingu á frumvarpinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn vera á móti því að RUV verði gert að hlutafélagi. Hún segir það óeðlilegt að almannaútvarp sem nýtur sérstakra tekjustofna geti nýtt sér það í samkeppni. Eðlilegra sé að stofna sjálfseignarfélag sem lúti öðrum lögmálum en aðrir miðlar á markaði. Samfylkingin leggur til að rjúfa áhrif ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni á starfsemi RUV, með því að Alþingi kjósi stjórn þess, en í henni eigi auk þess starfsmenn Ríkisútvarpsins fulltrúa. Þá telur Ingibjörg að ekki eigi að afnema auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins heldur sé eðlilegt að setja þak upp á fimmtán til tuttugu prósent á auglýsingatekjur. Hún segir auglýsingar vera upplýsingar og Ríkisútvarpið hafi skyldu til allra landsmanna. Samfylkingin telji ekki ástæðu til að banna auglýsingar, en eðlilegt sé að setja mörk. Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri varðandi áframhaldandi óvissu um málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins ohf, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir biðina eftir niðurstöðu orðna langa en einn mánuður til viðbótar sé ekki stór keppur í þessari sláturtíð. Samfylkingin leggst gegn því að Ríkisútvarpið verði að hlutafélagi en á blaðamannafundi sem þingflokkinn stóð fyrir í morgun komu fram hugmyndir að breytingu á frumvarpinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn vera á móti því að RUV verði gert að hlutafélagi. Hún segir það óeðlilegt að almannaútvarp sem nýtur sérstakra tekjustofna geti nýtt sér það í samkeppni. Eðlilegra sé að stofna sjálfseignarfélag sem lúti öðrum lögmálum en aðrir miðlar á markaði. Samfylkingin leggur til að rjúfa áhrif ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni á starfsemi RUV, með því að Alþingi kjósi stjórn þess, en í henni eigi auk þess starfsmenn Ríkisútvarpsins fulltrúa. Þá telur Ingibjörg að ekki eigi að afnema auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins heldur sé eðlilegt að setja þak upp á fimmtán til tuttugu prósent á auglýsingatekjur. Hún segir auglýsingar vera upplýsingar og Ríkisútvarpið hafi skyldu til allra landsmanna. Samfylkingin telji ekki ástæðu til að banna auglýsingar, en eðlilegt sé að setja mörk.
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira