Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tottenham hefur 2-1 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Dimitar Berbatov og Teemu Tainio komu heimamönnum í 2-0 en Michael Dawson jafnaði fyrir gestina með sjálfsmarki skömmu fyrir leikhlé.
Blackburn er að tapa 2-0 fyrir Newcastle á heimavelli þar sem Martins og Taylor skoruðu fyrir gestina en Stephane Henchoz hefur verið vikið af leikvelli í liði Blackburn.
Wigan hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Middlesbrough, Portsmouth er að vinna Everton 2-0 og markalaust er hjá Liverpool og Fulham, sem og í leik Watford og Reading.