Sýn hefur beinar útsendingar frá þýska handboltanum 13. desember 2006 17:38 Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach verða nú fastir gestir á Íslenskum heimilum eftir að Sýn tryggði sér sýningarréttinn á þýska handboltanum NordicPhotos/GettyImages Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn frá leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sýnt verður beint frá öllum helstu leikjunum í þessari sterkustu deildarkeppni í heimi og verður þar kastljósinu beint sérstaklega að Íslendingaliðunum - sem orðin eru ófá. Í deildinni leika þar að auki margir af fremstu handknattleiksmönnum heims. Fyrsta beina útsendingin frá þýsku úrvalsdeildinni verður á Þorláksmessu, 23.des, þegar lið Viggós Sigurðssonar Flensburg sækir Kiel heim en þar eru á ferð tvö efstu liðin í úrvalsdeildinni. Vegur Íslendingar hefur sjaldan eða aldrei verið meiri í þýsku úrvalsdeildinni. Alls leika 13 Íslendingar með 6 liðum í deildinni og auk þess eru íslensku þjálfararnir orðnir þrír; Alfreð Gíslason sem þjálfar Gummersbach, Viggó Sigurðsson sem þjálfar Flensburg og Róbert Sighvatsson sem hefur nýtekið við þjálfun Wetzlar. Áhuginn á þýska handboltanum hefur farið mjög vaxandi hér á landi, ekki hvað síst vegna allra Íslendingaliðanna sem þar bítast um stóru titlana. Búist er við því að áhuginn á þýska handboltanum aukist enn eftir HM í Þýskalandi sem fram fer í janúar 2007. Þýska deildin verður í fríi á meðan HM stendur yfir en 19. umferð hefst í febrúar á næsta ári og þá hefjast á ný beinar útsendingar á Sýn. Alls verða sýndir 10 leikir úr þeim 16 umferðum sem eftir eru af keppnistímabilinu og verður þar kappkostað að fylgjast sem best með gengi íslensku handboltakappanna. Á mánudagskvöldum verður svo eftirleiðis á dagskrá Sýnar þáttur með samatekt af því markverðasta sem gerist í hverri umferð. Þá hefur einnig verið gengið frá samningum um sýningar frá næsta keppnistímabili í þýska handboltanum. Sýningar hefjast um haustið 2007 og verða þá sýndir a.m.k. 22 leikir úr þeim 34 umferðum sem leiknar eru. Það er því óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafi þýska handboltanum verið gerð eins góð skil og Sýn kemur til með að gera á næstu vikum, mánuðum og árum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn frá leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sýnt verður beint frá öllum helstu leikjunum í þessari sterkustu deildarkeppni í heimi og verður þar kastljósinu beint sérstaklega að Íslendingaliðunum - sem orðin eru ófá. Í deildinni leika þar að auki margir af fremstu handknattleiksmönnum heims. Fyrsta beina útsendingin frá þýsku úrvalsdeildinni verður á Þorláksmessu, 23.des, þegar lið Viggós Sigurðssonar Flensburg sækir Kiel heim en þar eru á ferð tvö efstu liðin í úrvalsdeildinni. Vegur Íslendingar hefur sjaldan eða aldrei verið meiri í þýsku úrvalsdeildinni. Alls leika 13 Íslendingar með 6 liðum í deildinni og auk þess eru íslensku þjálfararnir orðnir þrír; Alfreð Gíslason sem þjálfar Gummersbach, Viggó Sigurðsson sem þjálfar Flensburg og Róbert Sighvatsson sem hefur nýtekið við þjálfun Wetzlar. Áhuginn á þýska handboltanum hefur farið mjög vaxandi hér á landi, ekki hvað síst vegna allra Íslendingaliðanna sem þar bítast um stóru titlana. Búist er við því að áhuginn á þýska handboltanum aukist enn eftir HM í Þýskalandi sem fram fer í janúar 2007. Þýska deildin verður í fríi á meðan HM stendur yfir en 19. umferð hefst í febrúar á næsta ári og þá hefjast á ný beinar útsendingar á Sýn. Alls verða sýndir 10 leikir úr þeim 16 umferðum sem eftir eru af keppnistímabilinu og verður þar kappkostað að fylgjast sem best með gengi íslensku handboltakappanna. Á mánudagskvöldum verður svo eftirleiðis á dagskrá Sýnar þáttur með samatekt af því markverðasta sem gerist í hverri umferð. Þá hefur einnig verið gengið frá samningum um sýningar frá næsta keppnistímabili í þýska handboltanum. Sýningar hefjast um haustið 2007 og verða þá sýndir a.m.k. 22 leikir úr þeim 34 umferðum sem leiknar eru. Það er því óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafi þýska handboltanum verið gerð eins góð skil og Sýn kemur til með að gera á næstu vikum, mánuðum og árum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira