Markalaust í hálfleik á Englandi

Ekkert mark er enn komið í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea tekur á móti Newcastle, þar sem bæði Didier Drogba og Andriy Shevchenko sitja á varamannabekknum og þá tekur Wigan á móti Arsenal. Þá fara fram átta leikir í UEFA keppninni og þar er markalaust í hálfleik hjá Blackburn og franska liðinu Nancy.