Auðveldur sigur Barcelona á America

Barcelona er komið í úrslitin á HM félagsliða sem fram fer í Japan eftir 4-0 sigur á America frá Úrúgvæ í morgun. Eiður Smári Guðjohnsen, Deco, Ronaldinho og Marquez skoruðu mörk Barcelona sem mætir Internacional frá Brasilíu í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Sjónvarpsstöðin Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu.