Þrjár milljónir múslima til Mekka 29. desember 2006 19:16 Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira