Fjölbreytt sóknarfæri 25. janúar 2007 09:00 Listasafn Íslands. Nýr safnstjóri sér sóknarfæri í upplýsingamiðlun safnsins. MYND/GVA Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því." Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því."
Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira