Fossar, lækir og lænur, álar, vötn og aurar eru einkennandi fyrir sýninguna, sem nefnist Landbrot. Stendur hún yfir til fjórða mars.

Fjöldi gesta var viðstaddur opnunina og hafði gaman af því sem fyrir augu bar.

Tæplega fjörutíu olíumálverk eftir Hrafnhildi Ingu eru til sýnis og voru þau máluð á þessu ári og því síðasta. Málverk Hrafnhildar eru gjarnan úr íslenskri náttúru.
Fossar, lækir og lænur, álar, vötn og aurar eru einkennandi fyrir sýninguna, sem nefnist Landbrot. Stendur hún yfir til fjórða mars.