Hið smávægilega 16. febrúar 2007 06:00 „Næstum því ekki neitt, það er ekki ekki neitt" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Nýlistasafninu á morgun í tengslum við franska menningarvorið - Pourquoi pas? Að frumkvæði sendiráðsins var ákveðið að setja upp sýningu og tengjast galleríi sem fatahönnuðurinn og framleiðandinn Agnes B eða agnes b setti af stað fyrir tveimur áratugum rúmum í Frakklandi. Í gegnum það gallerí var Serge Comte kallaður til samstarfs en hann er sýningarstjóri verkefnisins. Hann hefur búið hér á landi um langt skeið og átt á sama tíma feril sem myndlistarmaður í Frakklandi. Serge sagðist hafa viljað nota verk sem franski hugsuðurinn og myndlistarmaðurinn Robert Filliou vann hér á landi í samstarfi við Joachim Pfeufer og nemendur í Handíða- og myndlistaskólanum á sínum tíma 1978. Einn nemenda Filliou kemur að uppsetningu þess, Ingólfur Arnarsson prófessor við Listaháskólann. Serge sagði synd að í geymslum Nýlistasafnsins væri margt skemmtilegt og væri raunar yfirskrift sýningarinnar sótt í grunnhugmyndina að verki Filliou og félaga: Poipoidrome. Ætlun sýningarinnar er að afhjúpa svo ekki verður um villst hversu lifandi og öflug hin stöðuga sköpun, sem franska kenningasmiðnum Filliou var svo kær, er, en hann er einn höfuðmeistari Fluxus-hreyfingarinnar. Kenningar þessa hóps hafa haft gríðarleg áhrif á íslenska myndlist: frá Dieter Roth í gegnum Magnús Pálsson, á Súmmara og slektið kringum Suðurgötu 7 og allt til okkar daga. Kringum verkið munu tólf þekktir franskir myndlistarmenn bregða á leik og koma þannig hugmyndinni um „République Géniale" („Snilldarlega lýðveldið") enn lengra: Serge sagði þau upptekin af hugsuninni um hið smálega og hljóða, samtíninginn og endurnotun, það sem maður hirðir og notar. Það er stór hópur sem kemur að sýningunni: sum verkin verða unnin beint á veggina á Laugaveginum, tvö videóverk í stöðugri sýningu, búið verður borð með verkum og gólfin standa myndlistarmönnum til reiðu. Allt á að vera handhægt. Samsýning af þessu tagi er í bland sett saman á staðnum, spunnin úr fáanlegum efnum og í tengslum við rýmið. Sýningin snýst ekki um að fylla rýmið af verkum, heldur að horfast í augu við listsköpunina, í sinni nöktustu mynd, og brosa til hennar, eða ekki. „Að gera næstum því ekki neitt, það er það sem listamennirnir gera," hefði Filliou getað sagt. - pbb Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Næstum því ekki neitt, það er ekki ekki neitt" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Nýlistasafninu á morgun í tengslum við franska menningarvorið - Pourquoi pas? Að frumkvæði sendiráðsins var ákveðið að setja upp sýningu og tengjast galleríi sem fatahönnuðurinn og framleiðandinn Agnes B eða agnes b setti af stað fyrir tveimur áratugum rúmum í Frakklandi. Í gegnum það gallerí var Serge Comte kallaður til samstarfs en hann er sýningarstjóri verkefnisins. Hann hefur búið hér á landi um langt skeið og átt á sama tíma feril sem myndlistarmaður í Frakklandi. Serge sagðist hafa viljað nota verk sem franski hugsuðurinn og myndlistarmaðurinn Robert Filliou vann hér á landi í samstarfi við Joachim Pfeufer og nemendur í Handíða- og myndlistaskólanum á sínum tíma 1978. Einn nemenda Filliou kemur að uppsetningu þess, Ingólfur Arnarsson prófessor við Listaháskólann. Serge sagði synd að í geymslum Nýlistasafnsins væri margt skemmtilegt og væri raunar yfirskrift sýningarinnar sótt í grunnhugmyndina að verki Filliou og félaga: Poipoidrome. Ætlun sýningarinnar er að afhjúpa svo ekki verður um villst hversu lifandi og öflug hin stöðuga sköpun, sem franska kenningasmiðnum Filliou var svo kær, er, en hann er einn höfuðmeistari Fluxus-hreyfingarinnar. Kenningar þessa hóps hafa haft gríðarleg áhrif á íslenska myndlist: frá Dieter Roth í gegnum Magnús Pálsson, á Súmmara og slektið kringum Suðurgötu 7 og allt til okkar daga. Kringum verkið munu tólf þekktir franskir myndlistarmenn bregða á leik og koma þannig hugmyndinni um „République Géniale" („Snilldarlega lýðveldið") enn lengra: Serge sagði þau upptekin af hugsuninni um hið smálega og hljóða, samtíninginn og endurnotun, það sem maður hirðir og notar. Það er stór hópur sem kemur að sýningunni: sum verkin verða unnin beint á veggina á Laugaveginum, tvö videóverk í stöðugri sýningu, búið verður borð með verkum og gólfin standa myndlistarmönnum til reiðu. Allt á að vera handhægt. Samsýning af þessu tagi er í bland sett saman á staðnum, spunnin úr fáanlegum efnum og í tengslum við rýmið. Sýningin snýst ekki um að fylla rýmið af verkum, heldur að horfast í augu við listsköpunina, í sinni nöktustu mynd, og brosa til hennar, eða ekki. „Að gera næstum því ekki neitt, það er það sem listamennirnir gera," hefði Filliou getað sagt. - pbb
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira