Listaverk horfið af yfirborði 2. mars 2007 08:30 Harpa leitar að tveimur verkum eftir listamálarann Jón Engilberts. MYND/Anton Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, leitar nú logandi ljósi að tveimur listaverkum eftir listamálarann Jón Engilberts. Síðustu vikurnar hefur hún þó aðallega leitað að verkinu Sumarnótt sem var málað á tímabilinu 1962 til 1967. „Ég hélt alltaf að ég myndi finna þetta. Ég ímynda mér að þetta sé inni hjá einhverri fjölskyldu en það væri gaman að vita hvar það væri," segir Harpa, sem opnar sýningu með verkum Jóns þann 9. mars. Hún segir að annað verk eftir Jón, sem sé í eigu Kaupþings, sé svipað að uppbyggingu og Sumarnótt. sumarnótt, verkið var málað af Jóni á sjöunda áratugnum. Nefnist það Vorgleði. Eru mótívin í báðum myndum vel þekkt hjá Jóni. „Þetta er mjög góður listamaður og hann hefur ákveðinn sess í okkar listasögu," segir hún um Jón. Tekur hún fram að verkið sé ekki nauðsynlegt fyrir sýninguna en hjálpi engu að síður til við að fylla upp í ákveðið tímabil hjá honum, áður en hann fór að fást við abstraktsjón í verkum sínum. Hitt verkið sem Harpa leitar að nefnist Sunnudagur í sveit og er mun eldra, eða frá árinu 1938. Bæði verkin er að finna í ritröð um íslenska myndlist frá árinu 1988 í bók sem var gefin út af Listasafni ASÍ og Lögbergi. Þeim sem vita um afdrif þessara verka er vinsamlegast bent á að hafa samand við Hörpu á Listasafninu. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, leitar nú logandi ljósi að tveimur listaverkum eftir listamálarann Jón Engilberts. Síðustu vikurnar hefur hún þó aðallega leitað að verkinu Sumarnótt sem var málað á tímabilinu 1962 til 1967. „Ég hélt alltaf að ég myndi finna þetta. Ég ímynda mér að þetta sé inni hjá einhverri fjölskyldu en það væri gaman að vita hvar það væri," segir Harpa, sem opnar sýningu með verkum Jóns þann 9. mars. Hún segir að annað verk eftir Jón, sem sé í eigu Kaupþings, sé svipað að uppbyggingu og Sumarnótt. sumarnótt, verkið var málað af Jóni á sjöunda áratugnum. Nefnist það Vorgleði. Eru mótívin í báðum myndum vel þekkt hjá Jóni. „Þetta er mjög góður listamaður og hann hefur ákveðinn sess í okkar listasögu," segir hún um Jón. Tekur hún fram að verkið sé ekki nauðsynlegt fyrir sýninguna en hjálpi engu að síður til við að fylla upp í ákveðið tímabil hjá honum, áður en hann fór að fást við abstraktsjón í verkum sínum. Hitt verkið sem Harpa leitar að nefnist Sunnudagur í sveit og er mun eldra, eða frá árinu 1938. Bæði verkin er að finna í ritröð um íslenska myndlist frá árinu 1988 í bók sem var gefin út af Listasafni ASÍ og Lögbergi. Þeim sem vita um afdrif þessara verka er vinsamlegast bent á að hafa samand við Hörpu á Listasafninu.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira