Baudrillard látinn 8. mars 2007 09:00 Jean Baudrillard. Hugmyndir hans hafa haft gríðarleg áhrif á nútímahugvísindi. MYND/AFP Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002). Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002).
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira