Heiðarleiki og drengskapur að leiðarljósi 22. mars 2007 05:00 Atli Freyr Fjölnisson vígðist inn í ásatrú um síðustu helgi. „Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“ Fermingar Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
„Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“
Fermingar Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira