Af vottum og Norðmönnum 1. apríl 2007 05:45 Á háskólaárunum mínum leigði ég kjallaraíbúð á Laugalæknum. Húsið var í eigu mikilla heiðurshjóna og vart hægt að hugsa sér betri leigusala. Þau höfðu skilning á ójöfnu tekjuflæði leigjandans ásamt því að háskólanám verði vart stundað án þess að þess sé gætt að lífsins blóm skrælni ekki. Ég held að það hafi samt bara gerst einu sinni að skemmtanahaldið hafi farið fram úr hófi og valdið verulegu ónæði á efri hæðinni. Ekki var gerð athugasemd en um hádegisbil var hringt á dyrabjöllinni í kjallaranum og ég barðist til dyra, fremur ósáttur við truflunina. Þar fyrir utan stóðu tveir jakkafataklæddir menn, sögðust vera vottar. Þegar mér hafði skilst að þeir væru ekki frá skattinum heldur á vegum þess sem öllu öðru er æðra, þá kom í ljós að leigusalarnir mínir höfðu hvatt þá sérstaklega til að banka upp á í kjallaranum, þar byggi sál sem þyrfti á frelsun að halda. Þeir drógu upp stóra bók og opnuðu hana ábúðarfullir á miðopnu. Á hægri síðu var mynd úr aldingarði þar sem kona las vínber, karlmaður, sennilega eiginmaður konunnar, hljóp á eftir fiðrildi og barn og lamb lágu saman við hliðina á ljóni sem tuggði strá. Á vinstri síðunni gat að líta eyðimörk, andstyggilegan stað, þurran og óhugnanlegan. Eldar stóðu upp úr sandinum og dimm óveðursský húktu yfir öllu. Önnur myndin endurspeglaði betur mína líðan en hin. Þessu næst spurðu vottarnir mig á hvorum staðnum ég vildi vera og eftir nokkra umhugsun benti ég á myndina með konunni og ljóninu. Vottarnir urðu himinlifandi, merktu við á blaðinu sínu og héldu sinn veg, ein glötuð sál hafði ratað heim. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég hefði ekki átt að ræða ögn lengur við vottana og reyna að leiða leiða þeim fyrir sjónir að heimurinn væri ekki svona svartur eða hvítur, að við mennirnir værum hvorki englar né drýslar og því væru margar aðrar myndir mögulegar í lífsins bók sem gætu verið ákjósanlegar og ekki síðri en þær sem þeir kynntu sem einu valkostina. Sennilega hefði sú umræða verið tímaeyðsla og hvorki bætt mína líðan eða þeirra. Það getur verið mjög hættulegt að draga upp einlita mynd af flóknum veruleika. Öfgar eða einstrengingsháttur geta skemmt fyrir hinum besta málstað. Fólk er ekki á móti umhverfisvernd vegna þess að það studdi byggingu Káranhjúkastíflu, menn vilja ekki einkarekið heilbrigðiskerfi bara vegna þess að þeir vilja nýta kosti einkarekstrar og stuðningur við sjálfstætt starfandi skóla jafngildir ekki því að vilja afnema jafnrétti til náms. Heimurinn er flóknari en svo, myndirnar sem hægt er að draga upp miklu fleiri og fjölbreyttari en þær öfgar sem stundum er reynt að læða að sem einu valkostunum. Öfgarnar er víða að finna þessa dagana. Í aðdraganda kosninganna hefur ekki farið mikið fyrir einu af helstu baráttumálum Samfylkingarinnar, aðild Íslands að ESB. Þó hafa margir talsmenn flokksins dregið upp þá mynd að valið standi á milli efnahagslegrar og pólitískrar hnignunar annars vegar og hins vegar aðildar að ESB í öllu sínu veldi. Sú mynd er auðvitað alröng. EES-samningurinn hefur sannað gildi sitt og Ísland nýtur nú þegar flestra þeirra kosta sem aðild að ESB fylgja. Ekki er þar með sagt að það komi aldrei til greina að Ísland sæki um aðild, en til þess að svo verði þurfa hagsmunir þjóðarinnar að kalla eftir því. Kostirnir við aðild, umfram það sem EES veitir, verða að vera meiri en gallarnir sem af henni hljótast, annars er engin ástæða til að breyta núverandi fyrirkomulagi. Viðtal The Daily Telegraph við Jens Stoltenberg nú á dögunum var mjög áhugavert. Þar kvað norski forsætisráðherrann upp úr með að Noregur myndi ekki í fyrirsjáanlegri framtíð sækja um aðild að ESB. Fyrir okkur Íslendinga eru þetta mikil tíðindi. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að ef Noregur gengi í ESB myndu forsendur fyrir EES-samstarfinu breytast þannig að erfitt yrði fyrir okkur Íslendinga að standa áfram utan ESB. Þessar fréttir af afstöðu norska forsætisráðherrans ættu að vera þeim sem hafa áhyggjur af því að EES-samstarfið haldi ekki nokkur léttir. Jafnframt finnst mér líklegt að viðtalið dragi úr líkunum á því að Samfylkingin reyni að gera Evrópumálin að þungamáli í kosningunum. Norski verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir inngöngu Norðmanna í ESB og þessi afstaða Stoltenberg því merkari en ella. Ábendingar hans um að Sameinuðu þjóðirnar hafi valið Ísland og Noreg þær þjóðir þar sem best væri að búa í heiminum, minna á að aðild að ESB er ekki forsenda fyrir góðu og innihaldsríku þjóðlífi. En það þarf vart að taka það fram að Jens Stoltenberg er í hópi þeirra leiðtoga norrænna sósíaldemókrata sem ekki er boðið á Landsfund Samfylkingarinnar, hann hefði verið það sem kallað er veisluspillir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Á háskólaárunum mínum leigði ég kjallaraíbúð á Laugalæknum. Húsið var í eigu mikilla heiðurshjóna og vart hægt að hugsa sér betri leigusala. Þau höfðu skilning á ójöfnu tekjuflæði leigjandans ásamt því að háskólanám verði vart stundað án þess að þess sé gætt að lífsins blóm skrælni ekki. Ég held að það hafi samt bara gerst einu sinni að skemmtanahaldið hafi farið fram úr hófi og valdið verulegu ónæði á efri hæðinni. Ekki var gerð athugasemd en um hádegisbil var hringt á dyrabjöllinni í kjallaranum og ég barðist til dyra, fremur ósáttur við truflunina. Þar fyrir utan stóðu tveir jakkafataklæddir menn, sögðust vera vottar. Þegar mér hafði skilst að þeir væru ekki frá skattinum heldur á vegum þess sem öllu öðru er æðra, þá kom í ljós að leigusalarnir mínir höfðu hvatt þá sérstaklega til að banka upp á í kjallaranum, þar byggi sál sem þyrfti á frelsun að halda. Þeir drógu upp stóra bók og opnuðu hana ábúðarfullir á miðopnu. Á hægri síðu var mynd úr aldingarði þar sem kona las vínber, karlmaður, sennilega eiginmaður konunnar, hljóp á eftir fiðrildi og barn og lamb lágu saman við hliðina á ljóni sem tuggði strá. Á vinstri síðunni gat að líta eyðimörk, andstyggilegan stað, þurran og óhugnanlegan. Eldar stóðu upp úr sandinum og dimm óveðursský húktu yfir öllu. Önnur myndin endurspeglaði betur mína líðan en hin. Þessu næst spurðu vottarnir mig á hvorum staðnum ég vildi vera og eftir nokkra umhugsun benti ég á myndina með konunni og ljóninu. Vottarnir urðu himinlifandi, merktu við á blaðinu sínu og héldu sinn veg, ein glötuð sál hafði ratað heim. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég hefði ekki átt að ræða ögn lengur við vottana og reyna að leiða leiða þeim fyrir sjónir að heimurinn væri ekki svona svartur eða hvítur, að við mennirnir værum hvorki englar né drýslar og því væru margar aðrar myndir mögulegar í lífsins bók sem gætu verið ákjósanlegar og ekki síðri en þær sem þeir kynntu sem einu valkostina. Sennilega hefði sú umræða verið tímaeyðsla og hvorki bætt mína líðan eða þeirra. Það getur verið mjög hættulegt að draga upp einlita mynd af flóknum veruleika. Öfgar eða einstrengingsháttur geta skemmt fyrir hinum besta málstað. Fólk er ekki á móti umhverfisvernd vegna þess að það studdi byggingu Káranhjúkastíflu, menn vilja ekki einkarekið heilbrigðiskerfi bara vegna þess að þeir vilja nýta kosti einkarekstrar og stuðningur við sjálfstætt starfandi skóla jafngildir ekki því að vilja afnema jafnrétti til náms. Heimurinn er flóknari en svo, myndirnar sem hægt er að draga upp miklu fleiri og fjölbreyttari en þær öfgar sem stundum er reynt að læða að sem einu valkostunum. Öfgarnar er víða að finna þessa dagana. Í aðdraganda kosninganna hefur ekki farið mikið fyrir einu af helstu baráttumálum Samfylkingarinnar, aðild Íslands að ESB. Þó hafa margir talsmenn flokksins dregið upp þá mynd að valið standi á milli efnahagslegrar og pólitískrar hnignunar annars vegar og hins vegar aðildar að ESB í öllu sínu veldi. Sú mynd er auðvitað alröng. EES-samningurinn hefur sannað gildi sitt og Ísland nýtur nú þegar flestra þeirra kosta sem aðild að ESB fylgja. Ekki er þar með sagt að það komi aldrei til greina að Ísland sæki um aðild, en til þess að svo verði þurfa hagsmunir þjóðarinnar að kalla eftir því. Kostirnir við aðild, umfram það sem EES veitir, verða að vera meiri en gallarnir sem af henni hljótast, annars er engin ástæða til að breyta núverandi fyrirkomulagi. Viðtal The Daily Telegraph við Jens Stoltenberg nú á dögunum var mjög áhugavert. Þar kvað norski forsætisráðherrann upp úr með að Noregur myndi ekki í fyrirsjáanlegri framtíð sækja um aðild að ESB. Fyrir okkur Íslendinga eru þetta mikil tíðindi. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að ef Noregur gengi í ESB myndu forsendur fyrir EES-samstarfinu breytast þannig að erfitt yrði fyrir okkur Íslendinga að standa áfram utan ESB. Þessar fréttir af afstöðu norska forsætisráðherrans ættu að vera þeim sem hafa áhyggjur af því að EES-samstarfið haldi ekki nokkur léttir. Jafnframt finnst mér líklegt að viðtalið dragi úr líkunum á því að Samfylkingin reyni að gera Evrópumálin að þungamáli í kosningunum. Norski verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir inngöngu Norðmanna í ESB og þessi afstaða Stoltenberg því merkari en ella. Ábendingar hans um að Sameinuðu þjóðirnar hafi valið Ísland og Noreg þær þjóðir þar sem best væri að búa í heiminum, minna á að aðild að ESB er ekki forsenda fyrir góðu og innihaldsríku þjóðlífi. En það þarf vart að taka það fram að Jens Stoltenberg er í hópi þeirra leiðtoga norrænna sósíaldemókrata sem ekki er boðið á Landsfund Samfylkingarinnar, hann hefði verið það sem kallað er veisluspillir.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun