Kapphlaupið um Sannleikann 13. apríl 2007 00:01 Að sumu leyti er aðdragandi kosninga ánægjulegur tími. Yfirleitt get ég haft af því nokkuð gaman að horfa upp á stjórnmálamenn smyrja vitsmunum sínum og sjálfsvirðingu ofan á brauð og éta frammi fyrir alþjóð. Að reyna að halda andlitinu með frosna brosgrettu a la fótósjopperaður Björn Bjarnason, eins og það viti ekki allir að það er ekkert gott að borða svona mikið af smjöri í einu. Það er kannski óhjákvæmilegt þetta gólftuskuelement sem virðist heltaka stjórnmálalíf á kosningavori, þegar það fara að birtast myndir af pólitíkusum með börnunum sínum (sem þarf jú yfirleitt ekki að fótósjoppa) og þeir drekka glaðir samsull af sinnepi, lýsi og ammoníaki í beinni útsendingu til að ná til unga fólksins. Fólk væri jú ekki að þessu ef það vildi ekki láta kjósa sig. Það sem er öllu ömurlegra er kapphlaupið um Sannleikann, sem virðist stundum vera meginstoðin í málefnavinnu stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þá keppast menn um að hrifsa til sín vænleg málefni og stinga þeim í eigin vasa eins og börn sem rífast um sælgæti. Ég á"etta. Rétt eins og hjá börnunum þá finnst þeim meira til málefnisins koma eftir því sem fleiri langar í það. Umhverfisvernd er það sem flokkarnir keppast nú af mestum þrótti við að smyrja á sitt eigið brauð. Við erum grænir í gegn. Nehei, þið eruð bara í grænni sauðargæru. Við höfum alltaf haft grænt merki. Það er víst hægt að vera hægri grænn! Eini flokkurinn sem er alveg saklaus af kapphlaupinu um græna sannleikann er Frjálslyndi flokkurinn, öðru nafni Hvítt afl, sem er lítið hrifinn af litrófinu almennt. Í þessu fagurgræna fjaðrafoki er umhverfisvernd hætt að vera málefni sem hægt er að ræða. Það byrjar alltaf einhver að æpa, og bregða upp slædsmyndum af jökulbreiðum með undirleik strengjasveitar, eða spá dómsdegi og draugabæjum í öllum víkum og fjörðum. Þetta er Sannleikurinn, versogúð - og við eigum hann. En það er stórhættulegt að eigna sér Sannleikann, af því að honum fylgir ákveðin helgi sem enginn stjórnmálaflokkur í lýðræðisríki getur haft. Lýðræðið virkar ekki þannig. Lýðræðið gengur út á að það sé enginn Sannleikur heldur margar hliðar á hverju máli. Það er kannski hvorki spennandi né skemmtilegt - en þetta er nú bara það skásta sem við höfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun
Að sumu leyti er aðdragandi kosninga ánægjulegur tími. Yfirleitt get ég haft af því nokkuð gaman að horfa upp á stjórnmálamenn smyrja vitsmunum sínum og sjálfsvirðingu ofan á brauð og éta frammi fyrir alþjóð. Að reyna að halda andlitinu með frosna brosgrettu a la fótósjopperaður Björn Bjarnason, eins og það viti ekki allir að það er ekkert gott að borða svona mikið af smjöri í einu. Það er kannski óhjákvæmilegt þetta gólftuskuelement sem virðist heltaka stjórnmálalíf á kosningavori, þegar það fara að birtast myndir af pólitíkusum með börnunum sínum (sem þarf jú yfirleitt ekki að fótósjoppa) og þeir drekka glaðir samsull af sinnepi, lýsi og ammoníaki í beinni útsendingu til að ná til unga fólksins. Fólk væri jú ekki að þessu ef það vildi ekki láta kjósa sig. Það sem er öllu ömurlegra er kapphlaupið um Sannleikann, sem virðist stundum vera meginstoðin í málefnavinnu stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þá keppast menn um að hrifsa til sín vænleg málefni og stinga þeim í eigin vasa eins og börn sem rífast um sælgæti. Ég á"etta. Rétt eins og hjá börnunum þá finnst þeim meira til málefnisins koma eftir því sem fleiri langar í það. Umhverfisvernd er það sem flokkarnir keppast nú af mestum þrótti við að smyrja á sitt eigið brauð. Við erum grænir í gegn. Nehei, þið eruð bara í grænni sauðargæru. Við höfum alltaf haft grænt merki. Það er víst hægt að vera hægri grænn! Eini flokkurinn sem er alveg saklaus af kapphlaupinu um græna sannleikann er Frjálslyndi flokkurinn, öðru nafni Hvítt afl, sem er lítið hrifinn af litrófinu almennt. Í þessu fagurgræna fjaðrafoki er umhverfisvernd hætt að vera málefni sem hægt er að ræða. Það byrjar alltaf einhver að æpa, og bregða upp slædsmyndum af jökulbreiðum með undirleik strengjasveitar, eða spá dómsdegi og draugabæjum í öllum víkum og fjörðum. Þetta er Sannleikurinn, versogúð - og við eigum hann. En það er stórhættulegt að eigna sér Sannleikann, af því að honum fylgir ákveðin helgi sem enginn stjórnmálaflokkur í lýðræðisríki getur haft. Lýðræðið virkar ekki þannig. Lýðræðið gengur út á að það sé enginn Sannleikur heldur margar hliðar á hverju máli. Það er kannski hvorki spennandi né skemmtilegt - en þetta er nú bara það skásta sem við höfum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun