Tekur Partílandið fram yfir Harry Potter 21. apríl 2007 06:30 Björn Thors, Jón Atli Jónasson, Erlingur Gíslason, Friðgeir Einarsson, Laufey Elíasdóttir og Jón Páll Eyjólfsson. MYND/Vilhelm „Ég er núna að fara að spila með landsliðinu en auðvitað vilja allir spila með Draumaliðinu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að hann væri einn þeirra sem þyki koma til greina í hlutverk í sjöttu kvikmyndinni um Harry Potter. Þau áform rákust hins vegar á við leikstjórn Jóns Páls á Partílandinu, leikverki Jóns Atla Jónassonar sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu sem lokapunktur Listahátíðar. „Þessar fréttir af Harry Potter-dæminu ýttu við mér og komu mér í svolítið uppnám. Ég kýs að ræða það ekkert frekar en eins og staðan er núna er ég að fara að leikstýra Partílandinu,“ segir Jón Páll. „Ég gat bara ekki haldið þessari sýningu í gíslingu og varð að taka ákvörðun. Hitt dæmið er eðli málsins samkvæmt mjög ótryggt.“ Fyrsti samlestur á Partílandinu fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Í helstu hlutverkum eru Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Björn Thors og Laufey Elíasdóttir auk höfundarins Jóns Atla og leikstjórans Jóns Páls. „Já, ég er í veigamiklu hlutverki. Leikhópurinn og allir sem koma að þessu eru alveg frábærir – þetta er sannarlega landsliðið í íslensku leikhúsi,“ segir Jón Páll. Auk áðurnefndra leikara munu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í sýningunni sem þeir sjálfir. Jón Páll fæst ekki til að upplýsa hverjir það er, segir það ekki tímabært. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er núna að fara að spila með landsliðinu en auðvitað vilja allir spila með Draumaliðinu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að hann væri einn þeirra sem þyki koma til greina í hlutverk í sjöttu kvikmyndinni um Harry Potter. Þau áform rákust hins vegar á við leikstjórn Jóns Páls á Partílandinu, leikverki Jóns Atla Jónassonar sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu sem lokapunktur Listahátíðar. „Þessar fréttir af Harry Potter-dæminu ýttu við mér og komu mér í svolítið uppnám. Ég kýs að ræða það ekkert frekar en eins og staðan er núna er ég að fara að leikstýra Partílandinu,“ segir Jón Páll. „Ég gat bara ekki haldið þessari sýningu í gíslingu og varð að taka ákvörðun. Hitt dæmið er eðli málsins samkvæmt mjög ótryggt.“ Fyrsti samlestur á Partílandinu fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Í helstu hlutverkum eru Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Björn Thors og Laufey Elíasdóttir auk höfundarins Jóns Atla og leikstjórans Jóns Páls. „Já, ég er í veigamiklu hlutverki. Leikhópurinn og allir sem koma að þessu eru alveg frábærir – þetta er sannarlega landsliðið í íslensku leikhúsi,“ segir Jón Páll. Auk áðurnefndra leikara munu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í sýningunni sem þeir sjálfir. Jón Páll fæst ekki til að upplýsa hverjir það er, segir það ekki tímabært.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira