Jarðarbúar hafa ráð á að stöðva hlýnun 5. maí 2007 02:00 Öryggisvörður í Bangkok, þar sem vísindamenn hafa unnið að lokagerð þriðja hluta loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna, var með grímu fyrir vitum sér vegna mengunar í borginni. fréttablaðið/AP Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“ Vísindi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“
Vísindi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira