Listin og vísindin 12. maí 2007 00:01 Verk Ellenar Karin Mæhlum kannar undirliggjandi form og falin munstur með hjálpartækjum og aðferðum vísindamanna. Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Vísindi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Vísindi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira