Endurmat gæðanna 17. maí 2007 08:00 Næstum fimm þúsund myndir. Unnar Örn Jónasson sýnir Viðspyrnusafn sitt í Skotinu. Mynd/Unnar Örn Jónasson Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira