Sköpun í sinni tærustu mynd 17. maí 2007 11:15 Sigur Rós á tónleikum sínum á Klambratúni í fyrra. Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira