Skemmtilegt tjáningarform 15. júní 2007 08:45 Ævintýri Björgólfs, Rannveigar, Hreiðars Más og Bjarna í fiskvinnslustöð Sigvalda eru fjölbreytt og margslungin. Líf og fjör í fiskvinnslu Sigvalda er heitið á nýrri teiknimyndasögu eftir Dr. Gunna, sem birtast mun í fyrsta eintaki tímaritsins Rafskinnu. „Ég var beðinn um að gera eitthvað fyrir þetta blað og mig langaði einfaldlega mest að gera teiknimyndasögu,“ segir Gunni, aðspurður um aðdraganda verkefnisins. „Myndasögur eru ákveðið tjáningarform sem er skemmtilegt. Ég hafði mjög gaman að því að setja þetta fólk í samhengi,“ segir Dr. Gunni en sagan er stutt og hnitmiðuð og nær yfir átta ramma. Áldrottningin Rannveig Rist og bankamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Bjarni Ármannsson og Björgólfur Guðmundsson eru í aðalhlutverkum í sögunni og birtast höfuð þeirra útklippt á teikningunum. Að auki kemur við sögu „ónefndur vaktstjóri“ eins og Gunni kallar hann. Þá er Dr. Gunni mjög ánægður með fiskvinnslunetið sem hann hefur sett á höfuð aðalpersónanna. „Ég er snillingur í Photoshop,“ segir hann og hlær. Teiknimyndasagan um fiskvinnslu Sigvalda er ekki sú fyrsta sem Dr. Gunni gerir. Hann var duglegur að framleiða slíkar sögur fyrir tímaritið Gisp sem kom fyrst út í upphafi níunda áratugarins. Dr. Gunni Hefur dundað sér við að gera teiknimyndasögur í gegnum tíðina og segir þær vera skemmtilegt tjáningarform. „Ég var gríðarlega mikill áhugamaður um teiknimyndasögur á þeim tíma og keypti mikið magn af teiknimyndasögum. Síðan þá hefur áhuginn smám saman minnkað,“ útskýrir Dr. Gunni og bætir við að hann fylgist nánast eingöngu með tveimur höfundum í dag, þeim Hugleiki Dagssyni og Bandaríkjamanninum Daniel Clowes. Svo vill til að Hugleikur verður einnig með teiknimyndasögu í Rafskinnu. „Það er ánægjulegt að fá pláss við hliðina á honum. Hugleikur er snillingur,“ segir Gunni. Teiknimyndasagan mun birtast í fyrsta eintaki lista- og menningartímaritsins Rafskinnu sem væntanlegt er í verslanir síðar í þessum mánuði. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Líf og fjör í fiskvinnslu Sigvalda er heitið á nýrri teiknimyndasögu eftir Dr. Gunna, sem birtast mun í fyrsta eintaki tímaritsins Rafskinnu. „Ég var beðinn um að gera eitthvað fyrir þetta blað og mig langaði einfaldlega mest að gera teiknimyndasögu,“ segir Gunni, aðspurður um aðdraganda verkefnisins. „Myndasögur eru ákveðið tjáningarform sem er skemmtilegt. Ég hafði mjög gaman að því að setja þetta fólk í samhengi,“ segir Dr. Gunni en sagan er stutt og hnitmiðuð og nær yfir átta ramma. Áldrottningin Rannveig Rist og bankamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Bjarni Ármannsson og Björgólfur Guðmundsson eru í aðalhlutverkum í sögunni og birtast höfuð þeirra útklippt á teikningunum. Að auki kemur við sögu „ónefndur vaktstjóri“ eins og Gunni kallar hann. Þá er Dr. Gunni mjög ánægður með fiskvinnslunetið sem hann hefur sett á höfuð aðalpersónanna. „Ég er snillingur í Photoshop,“ segir hann og hlær. Teiknimyndasagan um fiskvinnslu Sigvalda er ekki sú fyrsta sem Dr. Gunni gerir. Hann var duglegur að framleiða slíkar sögur fyrir tímaritið Gisp sem kom fyrst út í upphafi níunda áratugarins. Dr. Gunni Hefur dundað sér við að gera teiknimyndasögur í gegnum tíðina og segir þær vera skemmtilegt tjáningarform. „Ég var gríðarlega mikill áhugamaður um teiknimyndasögur á þeim tíma og keypti mikið magn af teiknimyndasögum. Síðan þá hefur áhuginn smám saman minnkað,“ útskýrir Dr. Gunni og bætir við að hann fylgist nánast eingöngu með tveimur höfundum í dag, þeim Hugleiki Dagssyni og Bandaríkjamanninum Daniel Clowes. Svo vill til að Hugleikur verður einnig með teiknimyndasögu í Rafskinnu. „Það er ánægjulegt að fá pláss við hliðina á honum. Hugleikur er snillingur,“ segir Gunni. Teiknimyndasagan mun birtast í fyrsta eintaki lista- og menningartímaritsins Rafskinnu sem væntanlegt er í verslanir síðar í þessum mánuði.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira