Reyfisskáli reistur við Norræna húsið 20. júní 2007 08:00 Hátíð Ellen Marie Fodstad skipuleggur menningarhátíð Norræna hússins í haust. Stærðarinnar glerskáli verður reistur við hliðina á Norræna húsinu í ágúst. Skálinn er rúmlega 700 fermetrar að stærð, jafn stór Norræna húsinu sjálfu, og rúmar þúsund manns. Hann verður reistur í tilefni Reyfis-hátíðarinnar sem Norræna húsið stendur fyrir. Hátíðin stendur yfir í níu daga, 18. til 26. ágúst. „Það verður mjög fjölbreytt dagskrá. Mikið af tónlist og eitthvað fyrir alla aldurshópa, börn, unglinga og fullorðna,“ segir Ellen Marie Fodstad sem vinnur við að skipuleggja hátíðina. „Meðal annars verður sirkusskóli fyrir börn. Listamenn sem hafa starfað með sirkus Cirkör í Svíþjóð kenna krökkum sirkuskúnstir. Þau fá að æfa sig í að ganga á línu og fleira skemmtilegt.“ Enn er verið að skipuleggja dagskrána og beðið eftir staðfestingum frá ótal erlendu listafólki. Dagskráin verður betur kynnt í byrjun næsta mánaðar. Það sem búið er að staðfesta er fyrrnefndur sirkusskóli, danski rithöfundurinn Carsten Jensen og norska hljómsveitin Magnet. Hátíðin mun ná yfir hvers konar menningu. Þarna verður tónlist af ýmsu tagi, myndlist, vídeóverk og innsetningar, hönnun og arkitektúr. Þá munu margir rithöfundar heimsækja hátíðina, einnig verða sirkus og danssýningar. Auk þessa alls verður sérstök áhersla lögð á norræna matargerðarlist. „Það verður rosalega mikið af skemmtilegu í gangi, húsið allt verður undirlagt auk glerskálans. Flestir viðburðirnir verða líka ókeypis. Það verða líklega bara stóru tónleikarnir sem verður aðgangseyrir á,“ segir Ellen. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stærðarinnar glerskáli verður reistur við hliðina á Norræna húsinu í ágúst. Skálinn er rúmlega 700 fermetrar að stærð, jafn stór Norræna húsinu sjálfu, og rúmar þúsund manns. Hann verður reistur í tilefni Reyfis-hátíðarinnar sem Norræna húsið stendur fyrir. Hátíðin stendur yfir í níu daga, 18. til 26. ágúst. „Það verður mjög fjölbreytt dagskrá. Mikið af tónlist og eitthvað fyrir alla aldurshópa, börn, unglinga og fullorðna,“ segir Ellen Marie Fodstad sem vinnur við að skipuleggja hátíðina. „Meðal annars verður sirkusskóli fyrir börn. Listamenn sem hafa starfað með sirkus Cirkör í Svíþjóð kenna krökkum sirkuskúnstir. Þau fá að æfa sig í að ganga á línu og fleira skemmtilegt.“ Enn er verið að skipuleggja dagskrána og beðið eftir staðfestingum frá ótal erlendu listafólki. Dagskráin verður betur kynnt í byrjun næsta mánaðar. Það sem búið er að staðfesta er fyrrnefndur sirkusskóli, danski rithöfundurinn Carsten Jensen og norska hljómsveitin Magnet. Hátíðin mun ná yfir hvers konar menningu. Þarna verður tónlist af ýmsu tagi, myndlist, vídeóverk og innsetningar, hönnun og arkitektúr. Þá munu margir rithöfundar heimsækja hátíðina, einnig verða sirkus og danssýningar. Auk þessa alls verður sérstök áhersla lögð á norræna matargerðarlist. „Það verður rosalega mikið af skemmtilegu í gangi, húsið allt verður undirlagt auk glerskálans. Flestir viðburðirnir verða líka ókeypis. Það verða líklega bara stóru tónleikarnir sem verður aðgangseyrir á,“ segir Ellen.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira