Smápústrar í miðbænum 9. ágúst 2007 09:00 Aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði þetta að segja í viðtali við DV 30. júlí: „Smápústrar sem þessir eru mjög algengir í miðbænum. ... Í dag linna menn ekki látum fyrr en fórnarlambið er annaðhvort meðvitundarlaust eða verulega illa farið." Tilefni viðtalsins var, að þrjár yngismeyjar réðust á unga móður í Bankastrætinu í Reykjavík, bitu af henni eyrað eða part af því og hældust síðan um af verknaðinum að sögn sjónarvotts - alblóðugar, býst ég við. Þær hafa vonandi skemmt sér vel á eftir, litlu skinnin. Hvað er um að vera í Reykjavík? Því er fljótlýst. Löggæzlan í miðbænum er þannig vaxin, að íbúarnir í hverfinu þora fæstir út fyrir dyr á síðkvöldum um helgar. Lögreglan þorir ekki út úr bílunum. Hvers vegna skyldi löggan hætta lífi sínu og limum fyrir lúsarlaun? Varla líður svo helgi, að saklausum vegfarendum sé ekki misþyrmt í miðbænum. Þá sjaldan ofbeldisseggirnir nást, er þeim sleppt strax eftir yfirheyrslu. Smápústrar, segir aðalvarðstjórinn í skjóli á bak við skrifborðið sitt. Í öðrum löndum væru lögreglustjórinn og dómsmálaráðherrann dregnir til ábyrgðar og látnir segja af sér. Ef ekki, myndi stjórnarandstaðan á þingi krefjast afsagnar þeirra fyrir hönd borgaranna. Ísland er að þessu leyti öðruvísi en önnur lönd. Hér bera allir ábyrgð, svo að enginn ber ábyrgð. Á Íslandi þarf ríkislögreglustjórinn ekki að víkja, þótt hann sé kærður fyrir líkamsárás, svo sem greint var frá í Mannlífi 2005 með ljósmynd af lögregluskýrslunni. Líkamsárásir í miðbænum eru ekki forgangsverkefni lögreglunnar, heldur virðast þær vera feimnismál. Í Afríku er ég líklega óhultari innan um ljónin en á Laugaveginum um helgar.Láglaunabasl á löggunniEinn angi vandans er auðvitað sá, að lögreglustörf eru láglaunastörf, sem ekki er hægt að fylla með ódýru innfluttu vinnuafli líkt og gert hefur verið í byggingarbransanum, fiskvinnslunni og heilbrigðiskerfinu. Löggur þurfa líkt og kennarar að kunna íslenzku og sætta sig við smánarlaun. Þetta nær auðvitað engri átt í landi með fullar hendur fjár. Það þarf að bæta kjör lögreglumanna án frekari tafar og skapa skilyrði til myndarlegrar fjölgunar í lögregluliðinu á höfuðborgarsvæðinu undir nýrri yfirstjórn, sem borgararnir geta treyst. Í miðborgum annarra landa er lögregla sýnileg á hverju horni, svo að óaldarlýður heldur sig til hlés og borgararnir eru frjálsir ferða sinna.Hvers vegna hefur þetta ekki þegar verið gert hér heima? Fjárskortur veldur því, segja yfirvöld. En það er ekki sannfærandi svar. Það er nóg til af peningum, en ríkisstjórnin kýs heldur að nota þá í annað. Enginn stjórnmálaflokkur heyrist tala máli borgaranna í löggæzlumálum.Vanmátt lögreglunnar þarf að skoða í samhengi við önnur skyld mál. Það ætti að vera auðvelt að hemja innstreymi eiturlyfja til landsins, en það hefur þó mistekizt. Framsóknarflokkurinn lét sig hafa það í kosningabaráttu að lofa vímulausu Íslandi árið 2000 og lyfti síðan ekki litla fingri til að efna heitið í ríkisstjórn eftir kosningar og sýndi með því móti aðstandendum og öðrum fórnarlömbum eiturlyfjaneytenda furðulega lítilsvirðingu, svo sem Njörður P. Njarðvík prófessor lýsti vel í þrem áhrifamiklum bréfum til yfirvalda í Morgunblaðinu fyrir fáeinum misserum.LögregluhagfræðiÞegar lögreglumál eru í ólestri, eða önnur mál, hljóta menn að leita skýringa. Cherchez la famme, segja Frakkar: leitið konunnar! Varla getur vanmáttur lögreglunnar verið einskærum klaufaskap að kenna; sé svo, þurfa æðstu yfirmenn lögreglunnar að víkja án frekari tafar fyrir öðrum hæfari mönnum - og dómsmálaráðherrann með. Hitt virðist líklegra, að ástand löggæzlunnar sé eins og það er vegna þess, að þannig vilja menn hafa það innst inni, þótt þeir þræti fyrir ásetninginn.Hverjir hafa hag af veikri lögreglu? Svarið blasir við. Sakamenn hafa hag af veikri lögreglu alveg eins og okrarar hagnast á veiku samkeppniseftirliti og fjármálaeftirliti. Okrarar hafa enn sem jafnan fyrr forgang í íslenzku samfélagi. Veldi Sjálfstæðisflokksins var í öndverðu reist á umsvifum heildsala, sem skeyttu lítt um almannahag af þeirri einföldu ástæðu, að þeir þurftu þess ekki. Einokunarverzlunin var komin í íslenzkar hendur. Heildsalarnir gerðu allt, sem þeir gátu, til að bregða fæti fyrir Pálma Jónsson í Hagkaupum: af því er mikil saga. Nú beinist að marggefnu tilefni sá grunur að yfirvöldum, að þau haldi löggæzlu í lágmarki til að reyna að beina athyglinni frá ýmsu ólagi í eigin ranni. Ætla má, að öflug og óhlutdræg lögregla hefði til dæmis haft ýmislegt að athuga við eitt og annað í ríkisbankakerfinu í gegnum tíðina. Af því er einnig mikil saga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði þetta að segja í viðtali við DV 30. júlí: „Smápústrar sem þessir eru mjög algengir í miðbænum. ... Í dag linna menn ekki látum fyrr en fórnarlambið er annaðhvort meðvitundarlaust eða verulega illa farið." Tilefni viðtalsins var, að þrjár yngismeyjar réðust á unga móður í Bankastrætinu í Reykjavík, bitu af henni eyrað eða part af því og hældust síðan um af verknaðinum að sögn sjónarvotts - alblóðugar, býst ég við. Þær hafa vonandi skemmt sér vel á eftir, litlu skinnin. Hvað er um að vera í Reykjavík? Því er fljótlýst. Löggæzlan í miðbænum er þannig vaxin, að íbúarnir í hverfinu þora fæstir út fyrir dyr á síðkvöldum um helgar. Lögreglan þorir ekki út úr bílunum. Hvers vegna skyldi löggan hætta lífi sínu og limum fyrir lúsarlaun? Varla líður svo helgi, að saklausum vegfarendum sé ekki misþyrmt í miðbænum. Þá sjaldan ofbeldisseggirnir nást, er þeim sleppt strax eftir yfirheyrslu. Smápústrar, segir aðalvarðstjórinn í skjóli á bak við skrifborðið sitt. Í öðrum löndum væru lögreglustjórinn og dómsmálaráðherrann dregnir til ábyrgðar og látnir segja af sér. Ef ekki, myndi stjórnarandstaðan á þingi krefjast afsagnar þeirra fyrir hönd borgaranna. Ísland er að þessu leyti öðruvísi en önnur lönd. Hér bera allir ábyrgð, svo að enginn ber ábyrgð. Á Íslandi þarf ríkislögreglustjórinn ekki að víkja, þótt hann sé kærður fyrir líkamsárás, svo sem greint var frá í Mannlífi 2005 með ljósmynd af lögregluskýrslunni. Líkamsárásir í miðbænum eru ekki forgangsverkefni lögreglunnar, heldur virðast þær vera feimnismál. Í Afríku er ég líklega óhultari innan um ljónin en á Laugaveginum um helgar.Láglaunabasl á löggunniEinn angi vandans er auðvitað sá, að lögreglustörf eru láglaunastörf, sem ekki er hægt að fylla með ódýru innfluttu vinnuafli líkt og gert hefur verið í byggingarbransanum, fiskvinnslunni og heilbrigðiskerfinu. Löggur þurfa líkt og kennarar að kunna íslenzku og sætta sig við smánarlaun. Þetta nær auðvitað engri átt í landi með fullar hendur fjár. Það þarf að bæta kjör lögreglumanna án frekari tafar og skapa skilyrði til myndarlegrar fjölgunar í lögregluliðinu á höfuðborgarsvæðinu undir nýrri yfirstjórn, sem borgararnir geta treyst. Í miðborgum annarra landa er lögregla sýnileg á hverju horni, svo að óaldarlýður heldur sig til hlés og borgararnir eru frjálsir ferða sinna.Hvers vegna hefur þetta ekki þegar verið gert hér heima? Fjárskortur veldur því, segja yfirvöld. En það er ekki sannfærandi svar. Það er nóg til af peningum, en ríkisstjórnin kýs heldur að nota þá í annað. Enginn stjórnmálaflokkur heyrist tala máli borgaranna í löggæzlumálum.Vanmátt lögreglunnar þarf að skoða í samhengi við önnur skyld mál. Það ætti að vera auðvelt að hemja innstreymi eiturlyfja til landsins, en það hefur þó mistekizt. Framsóknarflokkurinn lét sig hafa það í kosningabaráttu að lofa vímulausu Íslandi árið 2000 og lyfti síðan ekki litla fingri til að efna heitið í ríkisstjórn eftir kosningar og sýndi með því móti aðstandendum og öðrum fórnarlömbum eiturlyfjaneytenda furðulega lítilsvirðingu, svo sem Njörður P. Njarðvík prófessor lýsti vel í þrem áhrifamiklum bréfum til yfirvalda í Morgunblaðinu fyrir fáeinum misserum.LögregluhagfræðiÞegar lögreglumál eru í ólestri, eða önnur mál, hljóta menn að leita skýringa. Cherchez la famme, segja Frakkar: leitið konunnar! Varla getur vanmáttur lögreglunnar verið einskærum klaufaskap að kenna; sé svo, þurfa æðstu yfirmenn lögreglunnar að víkja án frekari tafar fyrir öðrum hæfari mönnum - og dómsmálaráðherrann með. Hitt virðist líklegra, að ástand löggæzlunnar sé eins og það er vegna þess, að þannig vilja menn hafa það innst inni, þótt þeir þræti fyrir ásetninginn.Hverjir hafa hag af veikri lögreglu? Svarið blasir við. Sakamenn hafa hag af veikri lögreglu alveg eins og okrarar hagnast á veiku samkeppniseftirliti og fjármálaeftirliti. Okrarar hafa enn sem jafnan fyrr forgang í íslenzku samfélagi. Veldi Sjálfstæðisflokksins var í öndverðu reist á umsvifum heildsala, sem skeyttu lítt um almannahag af þeirri einföldu ástæðu, að þeir þurftu þess ekki. Einokunarverzlunin var komin í íslenzkar hendur. Heildsalarnir gerðu allt, sem þeir gátu, til að bregða fæti fyrir Pálma Jónsson í Hagkaupum: af því er mikil saga. Nú beinist að marggefnu tilefni sá grunur að yfirvöldum, að þau haldi löggæzlu í lágmarki til að reyna að beina athyglinni frá ýmsu ólagi í eigin ranni. Ætla má, að öflug og óhlutdræg lögregla hefði til dæmis haft ýmislegt að athuga við eitt og annað í ríkisbankakerfinu í gegnum tíðina. Af því er einnig mikil saga.