Ekki benda á mig 15. ágúst 2007 06:00 Frækileg framganga lögreglustjórans í langri grein í Mogganum hefur hleypt skyndilegu lífi í umræðuna um djöfulganginn í miðborg Reykjavíkur um helgar. Hefur lögreglustjórinn víða komið fram síðan og vitnar jafnan í grein sína í stað þess að hafa yfir hollráð sín um hvernig bæta megi bæjarbraginn í Kvosinni langar nætur helganna. Lögreglustjórinn kallar á samráð: vill mæta fulltrúum borgar, ríkis og atvinnulífs til að ræða málin. Hvað sagði Soffía frænka um malið í bæjarfógetanum forðum: Þvu! Gleðilegt er að lögreglustjórinn er kominn á lappir. Víst fullyrða miðbæjarmenn að hann hafi sést snemma kvölds á labbi umkringdur undirmönnum sínum, en það eru víst einu skiptin sem fótgangandi lögregluþjónn hefur sést fara um miðborgina eftir að kvöldsett er. Við sem í miðborginni búum vitum að þar hefur lögreglan mest farið um á bílum - með læstar hurðir. Lögreglumenn á ferð halda sig í skjóli. Það er einn megingallinn með lögguna í Reykjavík að hún fer ekki út. Hún fer ekki út til að kynna sig, vera nærri, vera innan um fólk. Hún hefur jafnan á sér uppgerðarlega fyrirmennsku sem á köflum minnir mest á mannalætin þegar börn vilja leika stórmenni. Lögreglan í Reykjavík þarf bæði að íhuga vandlega framgöngu sína og sýnileika vilji hún ná árangri. Það er númer eitt. Ekki dugir henni að benda á borgaryfirvöld og kenna þeim um langan opnunartíma á öldurhúsum sem er ein orsök þessa ástands. Jafnvel þrekmenn hanga ekki uppi nema fá sér oft ærlega í nös eða gleypa marga skammta af örvandi til að geta staðið þá löngu vakt skemmtanalífsins sem borgarstjórnin bjó til hér um árið. Sem var nota bene til þess að ekki kæmu tíu þúsund gestir í einu út klukkan þrjú um nótt og biðu í tvo tíma eða lengur eftir leigubíl heim og tækju lagið á meðan. En réði ekki lögreglan sínu um það? Ekki dugar heldur að benda á brennivínssalana sem reka flestir bari í kytrum gamalla íbúðar- og verslunarhúsa í miðbænum, margir í niðurgröfnum kjöllurum. Þeir gera mest af því að afgreiða vatn eftir að lokunartíminn færðist aftur um margar klukkustundir. Gestir koma með önnur efni að heiman og neyta þeirra óhræddir í friði fyrir laganna vörðum. Brennivínssalarnir fengu allir leyfi til þess arna hjá borg og lögreglunni. Markaður í landinu fyrir örvandi ólögleg efni fékk með þeirri ráðstöfun sannkallaðan styrk frá hinu opinbera. Hverjum getum við kennt fleirum um? Sú var tíðin að skemmtistöðum var dreift um borgina: Vetrargarðurinn, Klúbburinn, Þórskaffi, gamla Broadway, Las Vegas og Holli: allt voru þetta prima staðir á sinni tíð. Þjöppun skemmtanalífsins á ferkílómetra í miðborginni er ábyrgðarhluti hins opinbera. Hver bar á ábyrgð á þeirri þjöppun? Hver gaf út leyfin? Skilgreindi fjölda staða á ferkílómetra? Er nema von að lögreglustjórinn vilji losa af sér bindið, rífa upp glugga og kalla út í kvöldið: Ég get ekki meir! Hjálpið mér! Það er því ágætt að bæjarfógetinn í Kardimommubænum okkar vill halda fund. Til að byrja með. En svo verður að gera eitthvað. Annars étur ljónið marga marga fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Frækileg framganga lögreglustjórans í langri grein í Mogganum hefur hleypt skyndilegu lífi í umræðuna um djöfulganginn í miðborg Reykjavíkur um helgar. Hefur lögreglustjórinn víða komið fram síðan og vitnar jafnan í grein sína í stað þess að hafa yfir hollráð sín um hvernig bæta megi bæjarbraginn í Kvosinni langar nætur helganna. Lögreglustjórinn kallar á samráð: vill mæta fulltrúum borgar, ríkis og atvinnulífs til að ræða málin. Hvað sagði Soffía frænka um malið í bæjarfógetanum forðum: Þvu! Gleðilegt er að lögreglustjórinn er kominn á lappir. Víst fullyrða miðbæjarmenn að hann hafi sést snemma kvölds á labbi umkringdur undirmönnum sínum, en það eru víst einu skiptin sem fótgangandi lögregluþjónn hefur sést fara um miðborgina eftir að kvöldsett er. Við sem í miðborginni búum vitum að þar hefur lögreglan mest farið um á bílum - með læstar hurðir. Lögreglumenn á ferð halda sig í skjóli. Það er einn megingallinn með lögguna í Reykjavík að hún fer ekki út. Hún fer ekki út til að kynna sig, vera nærri, vera innan um fólk. Hún hefur jafnan á sér uppgerðarlega fyrirmennsku sem á köflum minnir mest á mannalætin þegar börn vilja leika stórmenni. Lögreglan í Reykjavík þarf bæði að íhuga vandlega framgöngu sína og sýnileika vilji hún ná árangri. Það er númer eitt. Ekki dugir henni að benda á borgaryfirvöld og kenna þeim um langan opnunartíma á öldurhúsum sem er ein orsök þessa ástands. Jafnvel þrekmenn hanga ekki uppi nema fá sér oft ærlega í nös eða gleypa marga skammta af örvandi til að geta staðið þá löngu vakt skemmtanalífsins sem borgarstjórnin bjó til hér um árið. Sem var nota bene til þess að ekki kæmu tíu þúsund gestir í einu út klukkan þrjú um nótt og biðu í tvo tíma eða lengur eftir leigubíl heim og tækju lagið á meðan. En réði ekki lögreglan sínu um það? Ekki dugar heldur að benda á brennivínssalana sem reka flestir bari í kytrum gamalla íbúðar- og verslunarhúsa í miðbænum, margir í niðurgröfnum kjöllurum. Þeir gera mest af því að afgreiða vatn eftir að lokunartíminn færðist aftur um margar klukkustundir. Gestir koma með önnur efni að heiman og neyta þeirra óhræddir í friði fyrir laganna vörðum. Brennivínssalarnir fengu allir leyfi til þess arna hjá borg og lögreglunni. Markaður í landinu fyrir örvandi ólögleg efni fékk með þeirri ráðstöfun sannkallaðan styrk frá hinu opinbera. Hverjum getum við kennt fleirum um? Sú var tíðin að skemmtistöðum var dreift um borgina: Vetrargarðurinn, Klúbburinn, Þórskaffi, gamla Broadway, Las Vegas og Holli: allt voru þetta prima staðir á sinni tíð. Þjöppun skemmtanalífsins á ferkílómetra í miðborginni er ábyrgðarhluti hins opinbera. Hver bar á ábyrgð á þeirri þjöppun? Hver gaf út leyfin? Skilgreindi fjölda staða á ferkílómetra? Er nema von að lögreglustjórinn vilji losa af sér bindið, rífa upp glugga og kalla út í kvöldið: Ég get ekki meir! Hjálpið mér! Það er því ágætt að bæjarfógetinn í Kardimommubænum okkar vill halda fund. Til að byrja með. En svo verður að gera eitthvað. Annars étur ljónið marga marga fleiri.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun