Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2025 07:03 Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun