Carsten Jensen kominn 19. ágúst 2007 06:15 Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15. Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15.
Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira