Með styrkri stjórn Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 1. október 2007 00:01 Það er gott veganesti sem ríkisstjórnin fær á fyrsta starfsdegi Alþingis. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast nú sjötíu prósent þjóðarinnar myndu kjósa annan hvorn ríkisstjórnarflokkinn og bæta báðir flokkarnir við sig fylgi frá síðustu kosningum. Til samanburðar var samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks yfirleitt í kringum fimmtíu prósent allt síðasta kjörtímabil. Yfirleitt gerist fátt í stjórnmálum yfir sumartímann en af nægu hefði átt að vera að taka þetta sumarið til að hafa áhrif á fylgi stjórnarflokkanna, til að mynda Grímseyjarferjudeilan, deilur innan stjórnar um evruna og Evrópusambandið og áhrif verulegrar kvótaskerðingar þetta árið. Þingmeirihluti núverandi ríkisstjórnar er 43 þingmenn af 63. Því geta ellefu stjórnarþingmenn gengið úr takti við flokksforystuna og vilja framkvæmdavaldsins án þess að hafa áhrif á vilja ríkisstjórnarinnar. Af þessu getur tvennt leitt; dregið getur úr flokksaga innan stjórnarflokkanna og minna mál verður fyrir framkvæmdavaldið að breyta frumvörpum í lög. Með tæpum meirihluta getur lítill hópur stjórnarþingmanna haldið frumvörpum í gíslingum, en sá hópur þarf nú að vera nokkuð stór. Stjórnarandstaðan hefur ekki enn sýnt þann styrk að hún verði til mikilla stórræða á komandi þingi. Ef af verður, eins og líklegt er, að stjórnarþingmenn verði frjálsari nú til að fylgja sannfæringu sinni en áður hefur tíðkast með litlum meirihluta, er alveg eins líklegt að helsta andstaðan komi frá ósáttum stjórnarþingmönnum eins og stjórnarandstöðunni. Margir gætu fallið í þá gryfju að túlka slík andmæli sem veikleikamerki ríkisstjórnarinnar og óánægju þingmannanna með stjórnarsamstarfið. Slíkt ætti frekar að túlkast sem heilbrigt merki lýðræðisins. Við þessar aðstæður er komið upp tilvalið tækifæri fyrir annan ríkisstjórnarflokkinn að rifja upp orð sín um mikilvægi þess að styrkja löggjafarvaldið gegn framkvæmdarvaldinu þegar flokkurinn var enn í stjórnarandstöðu. Sérstaklega var Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi félagsmálaráðherra, annt um þetta mál, en það naut verulegs stuðnings formanna flokksins. Jóhanna lagði meðal annars fram frumvarp á þingi 2001 þar sem lagt var til að sérstakar þingnefndir gætu, að eigin frumkvæði, fjallað um og rannsakað mál eins og „framkvæmd laga, meðferð opinberra fjármuna og önnur mikilvæg mál er almenning varða," eins og stóð í frumvarpinu. Sjálfstæði löggjafarvaldsins birtist einna helst í starfi þingnefndanna, þar sem í raun og sann er komist að samkomulagi um framgang mála. Með því að efla starf þingnefndanna, jafnt þeirra sem fyrir eru og ad hoc nefnda, er hægt að vinna gegn því ofurvaldi sem núverandi ríkisstjórn og þar af leiðandi framkvæmdarvald getur haft í krafti þrettán þingmanna meirihluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun
Það er gott veganesti sem ríkisstjórnin fær á fyrsta starfsdegi Alþingis. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast nú sjötíu prósent þjóðarinnar myndu kjósa annan hvorn ríkisstjórnarflokkinn og bæta báðir flokkarnir við sig fylgi frá síðustu kosningum. Til samanburðar var samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks yfirleitt í kringum fimmtíu prósent allt síðasta kjörtímabil. Yfirleitt gerist fátt í stjórnmálum yfir sumartímann en af nægu hefði átt að vera að taka þetta sumarið til að hafa áhrif á fylgi stjórnarflokkanna, til að mynda Grímseyjarferjudeilan, deilur innan stjórnar um evruna og Evrópusambandið og áhrif verulegrar kvótaskerðingar þetta árið. Þingmeirihluti núverandi ríkisstjórnar er 43 þingmenn af 63. Því geta ellefu stjórnarþingmenn gengið úr takti við flokksforystuna og vilja framkvæmdavaldsins án þess að hafa áhrif á vilja ríkisstjórnarinnar. Af þessu getur tvennt leitt; dregið getur úr flokksaga innan stjórnarflokkanna og minna mál verður fyrir framkvæmdavaldið að breyta frumvörpum í lög. Með tæpum meirihluta getur lítill hópur stjórnarþingmanna haldið frumvörpum í gíslingum, en sá hópur þarf nú að vera nokkuð stór. Stjórnarandstaðan hefur ekki enn sýnt þann styrk að hún verði til mikilla stórræða á komandi þingi. Ef af verður, eins og líklegt er, að stjórnarþingmenn verði frjálsari nú til að fylgja sannfæringu sinni en áður hefur tíðkast með litlum meirihluta, er alveg eins líklegt að helsta andstaðan komi frá ósáttum stjórnarþingmönnum eins og stjórnarandstöðunni. Margir gætu fallið í þá gryfju að túlka slík andmæli sem veikleikamerki ríkisstjórnarinnar og óánægju þingmannanna með stjórnarsamstarfið. Slíkt ætti frekar að túlkast sem heilbrigt merki lýðræðisins. Við þessar aðstæður er komið upp tilvalið tækifæri fyrir annan ríkisstjórnarflokkinn að rifja upp orð sín um mikilvægi þess að styrkja löggjafarvaldið gegn framkvæmdarvaldinu þegar flokkurinn var enn í stjórnarandstöðu. Sérstaklega var Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi félagsmálaráðherra, annt um þetta mál, en það naut verulegs stuðnings formanna flokksins. Jóhanna lagði meðal annars fram frumvarp á þingi 2001 þar sem lagt var til að sérstakar þingnefndir gætu, að eigin frumkvæði, fjallað um og rannsakað mál eins og „framkvæmd laga, meðferð opinberra fjármuna og önnur mikilvæg mál er almenning varða," eins og stóð í frumvarpinu. Sjálfstæði löggjafarvaldsins birtist einna helst í starfi þingnefndanna, þar sem í raun og sann er komist að samkomulagi um framgang mála. Með því að efla starf þingnefndanna, jafnt þeirra sem fyrir eru og ad hoc nefnda, er hægt að vinna gegn því ofurvaldi sem núverandi ríkisstjórn og þar af leiðandi framkvæmdarvald getur haft í krafti þrettán þingmanna meirihluta.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun