Torfusamtökin þinga 4. október 2007 06:00 Torfusamtökin efna til opins fundar um Laugaveginn í Iðnó á laugardag. Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira