Sæmdur riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2007 07:00 Sigurður Pálsson hefur fengið tvær mikilsmetnar orður frá franska ríkinu og því augljóst að Fransmenn kunna vel að meta störf skáldsins. „Mér var tilkynnt þetta ekki alls fyrir löngu. Maður fær engar nákvæmar skýringar heldur bara tilkynningu,“ segir rithöfundurinn Sigurður Pálsson en Frakklandsforseti hefur ákveðið að sæma hann Chevalier de l’Ordre National du Mérite eða riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar. Sigurður þarf trúlega ekki að fara til Frakklands til að veita henni viðtöku heldur mun sendiherra Frakka hér á landi væntanlega sjá um það fyrir forsetann. „Enda skilst mér að Sarkozy sé ákaflega upptekinn maður,“ segir Sigurður en bætir því við að hann taki við orðunni af auðmýkt og stolti. Rithöfundurinn segist á hinn bóginn ekki vera vel að sér í orðum í þessari merkingu en honum skiljist að riddarakross frönsku heiðursorðunnar tilheyri frönsku heiðursfylkingunni. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Frakkar heiðra Sigurð fyrir störf hans því fyrir sautján árum fékk hann riddaraorðu lista og bókmennta af hálfu menningamálaráðherra Frakka, Jack Lang. Til gamans má geta að breski hjartaknúsarinn Jude Law fékk einmitt þá orðu fyrr á þessu ári. Sigurður gerir einmitt upp árin sín í París, frá 1967 til 1982, í sinni nýjustu bók sem kallast einfaldlega Minnisbók. „Þetta er búið að vera í vinnslu mjög lengi og ég var þó nokkurn tíma að finna rétta taktinn. En svo fyrir þremur árum fór þetta að koma og ég er mjög sáttur,“ útskýrir Sigurður en hann var nýorðinn nítjan ára þegar hann lagði land undir fót og hélt til Toulouse í Suður-Frakklandi „Ég var síðan kominn tímanlega til Parísar áður en stúdentabyltingin hófst 1968,“ útskýrir Sigurður en þar lærði hann meðal annars hvernig á að verjast táragasi með klút vættum í sítrónusafa og forðast að vera króaður inni af óeirðalögreglu. Og skáldið ætlar að taka þátt í óvenjulegri en franskri kynningu að frumkvæði tískuvöruverslunarinnari Liborius sem hyggst hafa Minnisbókina í sérstakri forsölu hinn þriðja nóvember. „Þetta er eitthvað sem ég þekki vel frá Frakklandi þar sem úrvalsbúðir bjóða upp á slíka þjónustu. Og svo er bara gaman að taka þátt í þessari nýjung í kynningu á bókum sem kemur sér vonandi vel fyrir bóksöluna,“ segir Sigurður en hann mun verða á staðnum og árita bókina. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Mér var tilkynnt þetta ekki alls fyrir löngu. Maður fær engar nákvæmar skýringar heldur bara tilkynningu,“ segir rithöfundurinn Sigurður Pálsson en Frakklandsforseti hefur ákveðið að sæma hann Chevalier de l’Ordre National du Mérite eða riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar. Sigurður þarf trúlega ekki að fara til Frakklands til að veita henni viðtöku heldur mun sendiherra Frakka hér á landi væntanlega sjá um það fyrir forsetann. „Enda skilst mér að Sarkozy sé ákaflega upptekinn maður,“ segir Sigurður en bætir því við að hann taki við orðunni af auðmýkt og stolti. Rithöfundurinn segist á hinn bóginn ekki vera vel að sér í orðum í þessari merkingu en honum skiljist að riddarakross frönsku heiðursorðunnar tilheyri frönsku heiðursfylkingunni. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Frakkar heiðra Sigurð fyrir störf hans því fyrir sautján árum fékk hann riddaraorðu lista og bókmennta af hálfu menningamálaráðherra Frakka, Jack Lang. Til gamans má geta að breski hjartaknúsarinn Jude Law fékk einmitt þá orðu fyrr á þessu ári. Sigurður gerir einmitt upp árin sín í París, frá 1967 til 1982, í sinni nýjustu bók sem kallast einfaldlega Minnisbók. „Þetta er búið að vera í vinnslu mjög lengi og ég var þó nokkurn tíma að finna rétta taktinn. En svo fyrir þremur árum fór þetta að koma og ég er mjög sáttur,“ útskýrir Sigurður en hann var nýorðinn nítjan ára þegar hann lagði land undir fót og hélt til Toulouse í Suður-Frakklandi „Ég var síðan kominn tímanlega til Parísar áður en stúdentabyltingin hófst 1968,“ útskýrir Sigurður en þar lærði hann meðal annars hvernig á að verjast táragasi með klút vættum í sítrónusafa og forðast að vera króaður inni af óeirðalögreglu. Og skáldið ætlar að taka þátt í óvenjulegri en franskri kynningu að frumkvæði tískuvöruverslunarinnari Liborius sem hyggst hafa Minnisbókina í sérstakri forsölu hinn þriðja nóvember. „Þetta er eitthvað sem ég þekki vel frá Frakklandi þar sem úrvalsbúðir bjóða upp á slíka þjónustu. Og svo er bara gaman að taka þátt í þessari nýjung í kynningu á bókum sem kemur sér vonandi vel fyrir bóksöluna,“ segir Sigurður en hann mun verða á staðnum og árita bókina.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira